Prentmet Oddi fékk nemendur á lokaári frá Ljósmyndaskólanum í heimsókn ásamt Arnari Frey Guðmundssyni kennara. Friðrik viðskiptastjóri leiddi þau um fyrirtækið, fræddi þau og fór m.a. yfir framleiðsluferli bóka og Gunnar deildastjóri í forvinnsludeild fór yfir það hvernig best er að skila ljósmyndum til prentunar.  Markmið Ljósmyndaskólans er að kenna ljósmyndun , að auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara með listsköpun að leiðarljósi.

Prentmet og Oddi sem er núna Prentmet Oddi hafa framleitt fjöldan allan af glæsilegum ljósmyndabókum.Nemendur voru allir mjög ahugasamir um fyrirtækið og framleiðsluna.  Heimsóknin endaði síðan á kaffispjalli og kleinum.