Arnaldur Þór Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Prentmeti Odda

3. september, 2025

Arnaldur Þór Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Prentmeti Odda
Hann er fjármálahagfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og mun í desember ljúka MBA námi við hinn virta SDA Bocconi háskóla í Mílanó.

Áður en hann hóf MBA-nám starfaði Arnaldur sem sölustjóri hjá Umbúðum & ráðgjöf, og þar á undan í fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance og var sömuleiðis formaður Ungra fjárfesta á Íslandi meðan hann stundaði nám í fjármálahagfræði.

Arnaldur er vel kunnugur starfsemi Prentmet Odda þar sem hann starfaði á hinum ýmsu sviðum fyrirtækisins á yngri árum og hefur verið í varastjórn félagsins á síðustu árum.

Arnaldur Þór er sonur hjónanna Guðmundar Ragnars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, og Ingibjargar Steinunnar Ingjaldsdóttur, stjórnarformanns og framkvæmdastjóra mannauðs- og markaðsmála.

Í nýju starfi mun Arnaldur leggja sitt af mörkum í sölu og ráðgjöf auk þess að taka virkan þátt í rekstri og stjórnun fyrirtækisins.

Við bjóðum Arnald Þór hjartanlega velkominn í okkar öfluga lið!