Dagatal Prentmet Odda 2025

Dagatal Prentmet Odda fyrir árið 2025 er komið út. Að þessu sinni er viðfangsefnið í dagatalinu íslensk sjávarþorp. Myndirnar tók ljósmyndarinn Guðmundur Þór Kárason og eru myndirnar einstaklega litríkar og fallegar.

Einstaklingar og fyrirtæki geta fengið eitt dagatal frítt með því að sækja það sjálfir til okkar í Reykjavík eða í útibúin okkar á Selfossi eða Akureyri.

Til að panta fleiri en eitt dagatal getur þú smellt á „Panta dagatal Prentmet Odda 2025“ hér fyrir neðan eða haft samband við sölumenn okkar á sala@prentmetoddi.is eða í síma 5 600 600.