Prentmet Oddi – Framúrskarandi fyrirtæki 2024

31. október, 2024

Í Hörpunni, í október sl., var Prentmet Odda veitt viðurkenning frá Creditinfo, sem Framúrskarandi fyrirtæki 2024.

Aðeins 2% fyrirtækja á Íslandi standast þær ströngu kröfur sem gerðar eru til Framúrskarandi fyrirtækja. Vottun Framúrskarandi fyrirtækja er vottun um vönduð vinnubrögð og er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila. Allt er þetta árangur sem við höfum náð með okkar frábæra samstarfsfólki, þrotlausri vinnu og eljusemi og frábæra þjónustu við okkar góðu viðskiptavini.

Á myndinni eru stoltir eigendur, þau hjónin Guðmundur Ragnar Guðmundsson og Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir.