Loading...

Ársskýrsla er ítarleg skýrsla ætluð hluthöfum og öðrum áhugasömum til upplýsinga um starfsemi fyrirtækis á fyrra ári og fjárhagslega stöðu félagsins. Ársskýrslur eru mikilvægur hlekkur í að skapa áhuga fjárfesta og uppfylla kröfur hluthafa. Í ársskýrslu má finna ávarp frá stjórnarformanni og oft frá stjórendum fyrirtækisins. Farið er yfir markmið og stefnu fyrirtækisins og hvort þeim hafi verið náð og fylgt eftir sem og væntingar og horfur til framtíðar. Skýrslurnar eru oftast afhentar á aðalfundi og jafnvel sendar hluthöfum. Vönduð ársskýrsla sem er vel hönnuð og fallega prentuð getur bæði skapað traust og áhuga á starfsemi fyrirtækis.

Við hjá Prentmet Odda höfum mikla reynslu í prentun á ársskýrslum og hlutum t.a.m. alþjóðleg verðlaun Sappi árið 2008 í flokki ársskýrslna fyrir prentun á ársskýrslu Alfesca. Sappi er stærsti framleiðandi pappírs í heiminum og eru verðlaunin því mjög virt og þekkt innan hins alþjóðlega prentgeira.