Jónsson og Le’macks auglýsingastofa bauð starfsfólki Prentmets upp á tertu mánudaginn 31. október. Með þessu vildi stofan lýsa ánægju sinni og þakklæti fyrir vel unnin störf við prentun og frágang á bæklingi Íslandsbanka, Peningarnir þínir, 64 bls. + kápa 28 x 21 cm, upplag 100.000 eintök. Starfsfólk Prentmets kunni vel að meta þetta framtak enda tertan glæsileg og mjög bragðgóð.