Árshátíð Prentmets 2005 var haldin með pompi og prakt laugardaginn 5. febrúar á Hótel Selfossi.

Hátíðin hófst með fordrykk og skemmtiriti árshátíðarinnar var dreift. Að því loknu beið þriggja rétta veisla hátíðargesta krydduð með frábærum skemmtiatriðum. Söngkonan Rúna Stefánsdóttir söng nokkur lög, veittar voru starfsaldursviðurkenningar, Prentmetskórinn flutti frumsamin kvæði og happdrættið var á sínum stað, með um 40 glæsilegum vinningum. Rúsínan í pylsuendanum var svo Lærlingarnir, 16 mín. kvikmynd þeirra Oddgeirs Þórs Gunnarssonar verkstjóra og Valdimars Sverrissonar ljósmyndara, þar sem teknir voru nokkrir góðir sjónvarpsþættir og snúið yfir á Prentmet og starfsmenn þess. Myndin hlaut gríðargóðar viðtökur og toppaði frábært kvöld.

Guðmundur Óskar Óskarsson, framleiðslustjóri Prentmets, var veislustjóri kvöldsins og sá hann til þess að allt gekk snurðulaust fyrir sig.

Hér er hægt að skoða myndir frá árshátíð Prentmets.