Prentmet vann nýlega ársskýrslu fyrir UMFÍ (Ungmennafélag Íslands). Ársskýrslan þurfti að fá hraða vinnslu og var hún unnin á mettíma – tók aðeins 18 klukkustundir frá forvinnslu að fullunnu verki. UMFÍ er landssamband ungmennafélaga. Grundvallar­starfsemi UMFÍ er að vinna að íþróttum, menningu og umhverfismálum. Innan UMFÍ er unnið að ræktun lýðs og lands um allt land með margvíslegum hætti, t.d. íþróttum, leiklist, skógrækt, erlendum samskiptum, málrækt, héraðsmótum og ýmsum skemmtunum.

Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og upplýsinga- og kynningarfulltrúi frá Ungmennafélagi Íslands, svaraði nokkrum spurningum um þjónustu Prentmets.

Hvernig líkar þér þjónusta Prentmets?
Við höfum átt mjög gott samstarf við Prentmet í gegnum tíðina og þjónustan getur ekki verið betri.

Hver er mesti styrkur Prentmets að þínu mati?
Mesta styrk Prentmets mætti skipta í þrennt; lipurð, gæði og fagmennsku. Þegar þessir þrír þættir fara saman verður til öflugt prentfyrirtæki á borð við Prentmet.

Færð þú persónulega þjónustu?
Svo sannarlega! Það finnst mér skipta verulegu máli í öllu ferlinu.

Hvernig er vinnsluhraðinn?
Með blöðin til þessa hefur hann verið góður og allt staðist. Síðasta prentunin, ársskýrslan, sló öll met og talar sínu máli.

Gæði verka?
Það hefur ekki verið hægt að setja út á þau fram að þessu. Það er greinilegt að allir leggjast á eitt og útkoman er eftir því.

Er staðið við gefin loforð?
Við höfum átt gott samstarf við Prentmet og hingað til hefur allt staðist 100%.