Prentmet er styrktaraðili Bleiku slaufunnar og október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum.

Að því tilefni klæddust starfsmenn Prentmets einhverju bleiku föstudaginn 12. október og alla föstudaga út mánuðinn. Fyrirtækið hefur bleikan lit í fyrirrúmi þennan mánuðinn og má þar nefna að dagatölin eru bleik þann daginn og einnig Dagskráin, Fréttablað Suðurlands, sem Prentmet gefur út. Með þessu er fyrirtækið að sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.