Prentmet Oddi tekur þátt í átakinu Bleika slaufan sem  er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.
Allur ágóði Bleiku slaufunnar 2020 rennur til krabbameinsrannsókna.  Við í Prentmet Odda ætlum að verða frekar bleik í október eins og undanfarin ár.
Fyrirtækið mun skarta bleika litnum og slaufunni. Heimasíðan okkar skartar bleikum lit og húsið okkar á Lynghálsinum er lýst upp og við nýtum
rafrænu slaufu, auglýsingavefborða, á alla vefpósta, miðla og vefsíðu fyrirtækisins.

Við ætlum að taka Bleika daginn hátíðlegan föstudaginn 16. október.   Við munum klæðast bleiku, bera bleikar slaufur, borða bleikar kökur, prenta bleikar
bækur og umbúðir.  Við munum leggja okkur fram við að lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning
okkar og samstöðu.