Jón Gnarr var með fyrirlesturinn “Ég viðskiptaVINURINN” 6. febrúar s.l. fyrir alla starfsmenn Prentmets. Mjög góða aðsókn var á fyrirlestrinum.
Þjónusta er vinsælasta efnið í umræðum meðal fólks. Hún skapar árlega milljón tækifæri til að lyfta samkvæmum á hærra stig. Allir hafa skoðun á þjónustu, allir vilja fá góða þjónustu, allir segjast vera að veita góða þjónustu. En Jón Gnarr er ekki sáttur og telur að víða megi gera betur, en auðvitað er margt mjög vel gert. Jón veit hvað hann syngur, hann er VINUR í viðskiptum, þó að sumum finnist hann vera óVINURINN. Fyrirlesturinn var bráðfyndin, djúp og hressandi sýn á þjónustu frá einum kraftmesta listamanni þjóðarinnar.