Nýlegar rannsóknir sýna að Íslendingar vinna lengsta vinnuviku allra þjóða í Evrópu. Við verjum stærsta hluta dagsins eða u.þ.b. 75% af vökutíma okkar í vinnunni og því er mikilvægt að hafa gaman í vinnunni. Rannsókn við háskólann í Michigan sýndi að fólk með gott skopskyn er hugmyndaríkara, í betra tilfinningalegu jafnvægi, raunsærra og með meira sjálfstraust. Húmorinn hefur auk þess jákvæð áhrif á samskiptin við annað fólk.

Þetta er merkileg keðjuverkun vegna þess að þegar við erum glöð þá brosum við og þegar við brosum þá verðum við glöð. Til að skapa líflegri og skemmtilegri vinnustað þarf ekkert nema smá hugmyndaflug og framtakssemi. Í fyrirlestrinum var fjallað um leiðir til að gera vinnuna skemmtilegri.

Í lokin fengu starfsmenn að koma með góðar hugmyndir til þess að gera
vinnuna ennþá skemmtilegri.