Árlega gengst Sappi (South African Pulp and Paper Industries) fyrir samkeppni í prentgripum sem unnir eru úr pappír framleiddum í verksmiðjum þeirra. Þessi samkeppni fer fyrst fram í hinum ýmsu heimsálfum snemma árs og síðan eru vinningsverkin frá hverri heimsálfu tilnefnd til alheimsverðlauna SAPPI í lok árs.

Að þessu sinni varð verk frá Prentmet ehf. fyrir vali evrópsku dómnefndarinnar í flokknum „Ársskýrslur“, en það var ársskýrsla fyrir Alfesca 2006. Skýrslan var unnin af Ennemm, en ritstýrt af AP Almannatengslum ehf. Það er öllum aðstandendum þessa verks til mikils sóma að það skuli vera valið til fyrstu verðlauna meðal sambærilegra verka alls staðar að úr Evrópu.

Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Hamborg laugardaginn 31. maí næstkomandi.