Mánudaginn 7. mars var haldinn fyrirlestur fyrir starfsmenn Prentmets um farsæl samskipti á vinnustað. Fyrirlesari var Höskuldur Frímannsson, rekstrarhagfræðingur hjá Afli til framtíðar. Hann fjallaði á skemmtilegan hátt um fjögur svið tilfinningagreindar, þ.e. sjálfsvitund , félagslega meðvitund, sjálfstemprun og leikni í mannlegum samskiptum. Hann fræddi okkur um innlifun og tók mörg skemmtileg dæmi. Innlifun byggist á sjálfsvitund, sjálfsinnsæi. Þeim mun opnari sem við erum gagnvart okkar eigin tilfinningum þeim mun auðveldara lesum við tilfinningar annarra. Innlifun byggist á hæfileikanum til að lesa úr því sem fólk gefur til kynna með raddblæ, látbragði, svipbrigðum o.þ.h. Meðal efnis voru einnig samskipti, gagnrýni og samskiptareglur.

Próf, kunnátta og leikni skipta máli í starfi. Farsæl samskipti eru þó undirstaða þess að þekking og leikni starfsmanna fái notið sín. Fyrirlesturinn var afskaplega skemmtilegur og fyrlrlesari mjög leikrænn með góða framsögn.