Eigendur og stofnendur Prentmets, þau Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir (félagskona í FKA)og Guðmundur Ragnar Guðmundsson tóku á móti konunum og kynntu þeim fyrirtækið í máli og myndum. Þá var boðið upp á glæsilegar veitingar og Ari Jónsson söngvari og prentari hjá Prentmeti söng ljúfa tónlist meðan tími var gefinn í spjall og umræður og konunar efldu tengsl sín á milli.

FKA var stofnað 9. apríl 1999 og er opið öllum þeim konum sem eiga og reka eða hafa átt og rekið fyrirtæki, einar eða með öðrum. Félagskonur eru rétt rúmlega 500 talsins. Heimsóknin í Prentmet tókst vel í alla staði og var létt yfir hópnum á þessari góðu stundu.

Meðfylgjandi mynd var tekin af hópnum.