Starfsmenn umbúðasviðs og eigendur Prentmets fengu góða heimsókn í vikunni sem leið frá starfsmönnum sælgætisgerðarinnar Nóa Síríusi. Þar var þeim kynnt það sem Prentmet hefur upp á að bjóða í almennri prentun og umbúðaframleiðslu en Prentmet er með mestu breidd í prentun á Íslandi á einum stað.

Það er gaman frá því að segja að Nói Síríus var fyrsti viðskiptavinurinn sem gerði samning við Prentmet um umbúðaframleiðslu þegar hún hófst fyrir 5 árum. Mikil ánægja hefur verið með samstarfið allt frá upphafi og hefur það einkennst af mikilli fagmennsku á báða bóga og vilja til að gera góða vöru betri.

Farið var um deildir fyrirtækisins og sali og var ekki annað að sjá en allir aðilar hefðu gagn og gaman að og skemmt sér konunglega. Vill Prentmet þakka starfsfólki Nóa Síríusar kærlega fyrir góða heimsókn.