Nú hefur Prentmet framleitt aðra prentun af Fiskmarkaðinum sem er nú komin í verslanir. Þessi vinsæla bók er loksins fáanleg aftur og er á sérstöku jólatilboði í vefverslun Sölku forlag sem gefur bókina út.

Kokkinn Hrefnu Rósu Sætran þarf vart að kynna, því þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki langa afrekaskrá og hefur þroskaðan og sérhæfðan smekk. Hrefna er jafnframt hluti af íslenska kokkalandsliðinu sem sópaði nýverið að sér verðlaunum í Lúxemborg. Prentmet óskar Hrefnu Rósu til hamingju með bókina og með frábæran árangur.