Fjölskyldu – og sportdagur var haldin hjá Prentmeti sunnudaginn 14. september í Fífunni í Kópavogi. Unnur Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Fusion og Gylfi Már Ágústsson stóðu fyrir stórskemmtilegum sportþrautum og ýmsum leikjum yfir daginn. Þá sá INK- hljómsveit Prentmets um að halda uppi góðri stemmingu. Boðið var upp á pylsupartý, súkkulaði og ís á eftir öllu fjörinu. Það var starfsmannfélag Prentmets og eigendur fyrirtækisins, sem stóðu sameiginlega að deginum, sem heppnaðist í alla staði mjög vel.

Smelltu hér til að skoða myndir frá Sportdeginum

Smelltu hér til að skoða video frá Sportdeginum
Ef þú getur ekki séð videoið þarftu Quicktime sem þú færð hér