Við hjá Prentmet Odda styðjum heilshugar við réttindabaráttu hinsegin samfélagsins og fögnum fjölbreytileikanum í öllum sínum myndum. Helga Guðrún, ritstjóri Dagskrárinnar skellti sér í GK bakarí á Selfossi í gær í tilefni hinseginviku Árborgar og keypti gómsætu regnbogarúllutertuna sem bakaradrengirnir í GK bjóða uppá í vikunni. Helga og Daníel Breki Gunnarsson, starfsmaður Prentmets Odda á Selfossi stilltu sér upp með gómsætu tertunni, klædd í litskrúðug föt í anda hinseginvikunnar, rétt áður en hún gufaði upp á kaffistofunni.