Um 160 manns mættu í útileguna til að taka þátt í hátíðinni sem heppnaðist í alla staði frábærlega. Veður var gott og aðstaðan í Miðdal er til fyrirmyndar. Ferðanefnd sá um leiki, fótbolta, minigolf og fleira skemmtilegt. Þá söng Ari Jónsson fyrir hópinn. Guðmundur Ragnarsson, kokkur frá veitingahúsinu Lauga-ási sá um matinn en boðið var upp á grillað lambalæri og meðlæti, pylsur með öllu og ís og ávexti á eftir. Á laugardagskvöldið steig hljómsveitin Hraðþjónustan, sem skipuð er nokkrum starfsmönnum Prentmets á svið og lék fyrir dansi fram á kvöld við mikinn fögnuð viðstaddra. Meðfylgjandi myndir voru teknar á hátíðinni en þær segja allt um þá stemningu, sem ríkti í Miðdal á sumar- og fjölskylduhátíðinni.