Ráðgjafar frá Umhverfisstofnunn héldu fræðslufund um Norræna umhverfismerkið Svaninn fyrir starfsfólk Prentmets þriðjudaginn 25. maí sl. Var fundurinn mjög áhugaverður og starfsfólk var duglegt að spyrja. Nú hefur Prentmet sótt um vottun á umhverfisstefnu sína og umsóknin er afgreidd og fyrirtækið mun leggja sitt af mörkum til að fá vottun á þessu ári.

Á fræðslufundinum var fjallað um þessi atriði:
– Af hverju umhverfisvottun
– Helstu umhverifsmerkin
– Norræna umhverfismerkið Svanurinn
– Prentsmiðjuviðmið Svansins
– Umsóknaferlið

Norræna umhverfismerkið Svanurinn
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem byggist á óháðri vottun og ströngum kröfum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Alls er hægt að votta 65 mismunandi vöru- og þjónustuflokka. Umhverfisstofnun hefur umsjón með Svansmerkinu á Íslandi. www.svanurinn.is