Þessi fyrirtæki koma öll að beinum sjónvarpsútsendingum á IAAF Gullmótunum sem haldin eru í sex Evrópuborgum og eru sérskipulögð sem sjónvarpsmót á árinu 2005. Einnig eru fyrirtækin samstarfsaðilar um beinar sjónvarpsútsendingar frá Bikarkeppni FRÍ og Meistarmóti Íslands 2005.

Prentmet mun sjá um prentun allra gagna fyrir FRÍ á árunum 2005 til 2007 og er þetta annað árið sem fyrirtækið er aðalstyrktaraðili FRÍ. Prentmet er eitt öflugasta prentfyrirtæki landsins og hefur í gegnum árin stutt vel við bakið á fjölbreyttu íþróttastarfi hér á landi.

Norðurmjólk með Kea skyr er nú aðalstyrktaraðili FRÍ þriðja árið í röð og er leiðandi fyrirtæki hér á landi með í framleiðslu á heilsumjólkurvörum sem átt hafa miklum vinsældum að fagna í síaukinni áherslu almennings á heilbrigðan lífstíl.

Actavis Group hf. er eitt af helstu útrásarfyrirtækjum Íslands og er í dag með stærstu fyrirtækjum á
sínu sviði í heiminum með starfsemi í fjölmörgum löndum og þúsundir starfsmanna. FRÍ fagnar áhuga þessa öfluga fyrirtækis á samstarfi um að efla frjálsíþróttir á Íslandi, en Actavis Group hf. er einnig að styðja við bakið á Þórey Eddu Elisdóttur stangastökkvara.

FRÍ er á þessu ári að setja af stað stórátak í að efla stöðu og tengsl frjálsíþrótta við fólkið í landinu og samstarf við þessi öflugu og virtu fyrirtæki mun tryggja sterkan grunn í því verkefni. Það er til eftirbreytni fyrir viðskiptalífið hér á landi að taka þessi fyrirtæki til fyrirmyndar um að halda uppi öflugum stuðningi við íþróttastarf á Íslandi.

Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands

Á meðfylgjandi mynd sem tekin var við undirritun samninga eru frá vinstri:
Einar Kristján Jónsson varaformaður FRÍ, Halldór Kristmannsson frá Actavis Group, Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir frá Prentmet og Guðbjörg H. Jóhannesdóttir frá Norðurmjólk.