Fyrirtæki þurfa sífellt að taka breytingum annars er hætt við að þau verði undir í samkeppninni. Árangur fyrirtækja byggir á hæfni stjórnenda í að horfa til framtíðar og hvetja starfsmenn til að ná árangri. Fyrirtæki sem skynjar mikilvægi stefnumótunar og starfar eftir metnaðarfullri framtíðarsýn er líklegra til að byggja upp öfluga liðsheild og bera sigur úr býtum í samkeppni.
Út er komin bókin Horft til framtíðar – stefnumótun í lifandi fyrirtæki eftir Magnús Ívar Guðfinnsson viðskiptafræðing. Bókin fjallar um mikilvægi stefnumótunar til að viðhalda samkeppnishæfni fyrirtækisins; þannig að horft sé til framtíðar. Stefnumótunarramminn er kynntur í bókinni en hann samanstendur af fimm þrepum sem nauðsynleg eru þegar unnið er að því að setja saman stefnu fyrirtækisins.
Í bókinni er fjallað um nýjastu strauma og stefnur í stefnumótun og fjöldi dæma tekin til sýna fram á árangur fyrirtækja sem hafa beitt aðferðunum sem eru til umfjöllunar. Fjallað er um stefnu og áherslur í starfsemi tveggja framsækinna fyrirtækja, Opin Kerfi Group hf. og Prentmet ehf., til að gefa lesendum mynd af stöðu ólíkra fyrirtækja og stefnumótandi valkostum sem þau standa frammi fyrir í samkeppninni.
Bókin er 120 síður og kostar kr. 2.950. Fjölsýn forlag gefur bókina út.
Bókin fæst öllum stærri bókaverslunum. Bókin er einnig til sölu á vefsíðu Pennans www.penninn.is og í gegnum póstfangið stefnumotun@torg.is. Hægt er að hafa samband við höfund á stefnumotun@torg.is eða í farsíma 8926056 .