Um er að ræða 5-lita prentvél að gerðinni INDIGO HP 5000.

Vélin getur prentað 5-liti þ.e. 4-liti + 1 aukalit og er hægt að uppfæra vélina upp í 7-liti seinna meir.
Vélin notar svokallaða HP Electrolnk technology sem gerir útkomuna sambærilega hágæða prentun.
Stærsta arkarformat er 32 x 47,5 cm. og prentflötur 30,8 x 45 cm.
Þessar vélar eru sagðar skila bestu gæðum í stafrænni prentun. Hægt er að prenta á frá 65 til 350 gr. pappír
og á plast, fólíur o.fl.

Vélin verður tekin í notkun í lok janúar og verður hún góð viðbót við þær vélar sem fyrir eru í stafrænni prentun hjá okkur.