Þessi vél er sú fullkomnasta sinnar tegundar hér á landi og setur Prentmet án efa í fyrsta sæti í stafrænni prentun á Íslandi.

Nú er hægt að sameina hraða, helsta kost stafrænnar prentunar, gæði og hágæða prentun á mjög skömmum tíma. Vél þessi fellur vel að hugmyndafræði Prentmets, sem er hraði, gæði og persónuleg þjónusta. Prentmet er með mestu breidd í prentun á Íslandi á einum stað og býður viðskiptavinum sínum upp á hágæða offsetprentun, stafræna prentun og umbúðaprentun.

Vélin getur prentað 5 liti, þ.e. 4 liti + 1 aukalit, og er hægt að uppfæra vélina í 7 liti seinna meir. Að auki getur 5. liturinn verið transparent, sem er sambærilegt við spottlakk í offsetprentun.

Vélin notar svokallaða HP ElectroInk tækni, sem gerir útkomuna sambærilega hágæða prentun. Þetta virkar þannig að þegar pappírinn kemur úr vélinni, hvort sem prentað er öðru megin eða beggja vegna, þá er hann tilbúinn til áframhaldandi vinnslu sem gerir hraðann mun meiri.

Stærsta arkarformat er 32 x 47,5 cm og prentflötur 30,8 x 45 cm. Hægt er að prenta á 65 til 350 g pappír og einnig á plast, fólíur o.fl.

Þessi vél margfaldar möguleikana á allri persónulegri prentun en talið er að þannig prentun eigi eftir að aukast mjög á næstu árum. Þá er líka margsannað að persónulegur markpóstur gefur mun betri svörun en venjulegar fjöldasendingar.

Vélin er góð viðbót við þær vélar sem fyrir eru í stafrænni prentun hjá okkur. Þar höfum við t.d. Xeikon DCP/50D rúlluvélina, sem prentar á 50 cm breiðar rúllur beggja vegna í einu, og einnig Docutech 6135, sem er sv/hv vél sem prentar 135 blöð á mín. með möguleikum á heftingu, límingu á kjöl, broti og skurði.

Vélin er þáttur í að bjóða viðskiptavinum okkar upp á heildarlausnir í prentun og þarna tekst okkur að ná hágæða stafrænni prentun í arkarformi líkt og gerist í offsetprentun á methraða.