Prentmet hefur tekið í notkun einn fullkomnasta „proofer“ á landinu, Kodak Matchprint með Kodak Matchprint Controller. Með þessu getur Prentmet boðið viðskiptavinum sínum upp á hágæða „prúf“ til samanburðar við prentun sem tryggir þar með aukin gæði og meiri nákvæmni í allri vinnslu á prentgripum. Þetta er fyrsta tækið hér á landi sem byggir á þessari litastýringu með Matchprint Controller hugbúnaðinum. Söluaðili Kodak á Íslandi er Hans Petersen.