Fjallað var um áhrif bjartsýni á vellíðan og velgengni og endað var á léttum æfingum í að temja sér bjartsýni og baráttuþrek. Jákvæð hugsun og tilfinningar eru dyggðir sem auka líkur á vellíðan og velgengni einstaklinga og vinnustaða. Jákvætt sjálfstal, jákvætt sjónarhorn, að nýta styrkleika sína og að temja sér raunhæfa bjartsýni eru mikilvægar dyggðir í fyrirtækjum enda er starfsleikni háð hugsunum, tilfinningum og hegðun starfsfólks sem þarf að ná markmiðum og árangri til langtíma litið. Raunhæf bjartsýni eflir fólk og styrkjir á tímum álags og breytinga, þegar kröfur eru miklar eða þegar á móti blæs í leik og starfi.

Farið var í létta hópæfingu til að skerpa skilninginn á hvað einkennir bjartsýnan skýringastíl og að hvaða leyti hann er frábrugðinn óþarfri svartsýni. Voru starfsmenn mjög virkir í æfingunum og fyrirlesturinn var mjög góður og héldu starfsmenn eftir hann fullir bjartsýni og baráttuþreki til vinnu. Við eigum að nota augnablikin sem tækifæri til þess að laða fram jákvæðar tilfinningar, okkar og annara. Eins og einfalt máltæki segir ,,Brostu og lífið brosir til baka”.