Hann gaf fólki góð ráð hvernig það ætti að fyrirbyggja sjúkdóma. Hreyfing og rétt mataræði skiptir miklu máli. Hann ræddi um þyngd og lagði sérstaka áherslu á þyngd karla og kom inn á tengsl þyngdar og sykursýki og fylgikvillar hennar. Hann sýndi með málmbandi um magan á sér hvar karlmenn væru komnir í hættumörk með heilsuna sína.

Hann fjallaði um Heilbrigðisþjónustuna,meðalævilíkur, hans framtíðarsýn um forvarnir og hvernig bæta má heilsu og forðast alvarleg veikindi. Unga fólkið í dag er farið að huga mun meira að heilsunni heldur en áður fyrr og það stefnir í það að fólk fer að eiga miklu lengri og heilsusamlegri æfi. Hann tók saman hvaða sjúkdómar valda fötlun, spáði í heilsufar á næstu 50 árum. Hann ræddi um breytingar á heilbrigðiskerfinu,framfarir og helstu dánarorsakir. Langvinna sjúkdóma, bætt heilsfar, erfðir, og markmiðið með forvörnum. Fólk ætti að varast reykingar, hreyfa sig daglega, borða hollan mat.

Fyrirlesturinn var ákaflega fróðlegur og það leyndi sér ekki að Jón Bjarni var mjög húmorískur. Eftir fyrirlesturinn gekk málband um fyrirtækið og margir vildu fara að taka á sínum stóra til þess að bæta heilsufarið.