Markmið með fræðslunni var að gera starfsfólk meðvitaðra um eigin líkamsbeitingu með það fyrir augum að draga úr álagi á stoðkerfið og álagsmeinum sem geta hlotist af mismunandi störfum.

Valgeir fjallaði um álagseinkenni tengd vinnu, orsakir þeirra og leiðir til úrbóta. Rík áhersla var lögð á það sem starfsfólk getur gert sjálft til að bæta vinnutækni og nota þann búnað sem til staðar er á æskilegan máta. Þreyta og óþægindi í vöðvum og liðum er mjög algengt vandamál. Ástæðurnar geta verið margvíslegar en oft á tíðum eru til einfaldar lausnir á óþægilegum vandamálum. Fjallað um æfingar í vinnuhléum og mikilvægi þeirra til að bæta líðan. Starfsfólk tók einnig þátt í þvi að gera léttar æfingar. Í lok fundar gafst starfsfólki tækifæri að spyrja um atriði sem tengjast umræðuefninu.