Þriðjudaginn 5. September var haldinn fyrirlestur í Prentmet sem ber heitið “Streita – krydd lífsins eða dauðans alvara ?”. Fyrirlesari var Steinunn Stefánsdóttir vinnusálfræðingur hjá Starfsleikni.

Markmiðið með fyrirlestrinum var að vekja til umhugsunar jákvæð og neikvæð áhrif álags og streitu á starfsmann og fyrirtæki. Fyrirlestrinum er ætlað að aðstoða starfsmenn við að ráða við nauðsynlegt álag en fyrirbyggja neikvæðar afleiðingar streitu í einkalífi og starfi. Starfsleikni okkar er að miklu marki háð því hve vel okkur tekst að takast á við krefjandi aðstæður og þar skiptir lífsstíll, hugarfar og hegðun miklu máli. Öll verðum við að huga að eigin álagsstjórnun og leitast við að stuðla að vellíðan fremur en að verða fangar streitu.

Mikil aukning hefur verið hjá Prentmet og fyrirtækið stækkar ört. Það er starfsfólki Prentmets að þakka hve vel þessi uppbygging hefur gengið þar sem álagspunktarnir hafa verið margir en vel leystir. Fyrirlesturinn er hluti af markmiði Prentmets að stuðla að ánægju starsfmanna sinna og auðvelda þeim að takast á við komandi verkefni. Fyrirlesturinn var mjög áhugaverður.