Bókatúgáfan SIMLA hefur gefið út bókina ISORTOQ  – Stefán hreindýrabóndi eftir Svövu Jónsdóttir. Prentmet Oddi sá um umbrot, prentun og bókband á verkinu.  Þessi bók er merkileg í prentsögunni þar sem hún er fyrsta bók sem er unnin er hjá sameinuðu fyrirtæki.

„Ævi Stefáns Hrafns Magnússonar er ævintýri líkust. Hann var alltaf í sveitinni fyrir vestan á sumrin. Hann vildi verða bóndi og á unglingsárunum hafði hann meiri áhuga á pólförum og landkönnuðum heldur en popptónlist. Hann fór til Grænlands 15 ára gamall, hann útskrifaðist sem búfræðingur, vann við hreindýrasmölun hjá Sömum í Noregi, lærði hreindýrarækt í Svíþjóð, hann kenndi hreindýrarækt í Alaska og tók flugmannspróf í Kanada.

Hann fór að vinna með grænlenska hreindýrabóndanum Ole og hóf samstarf við hann og hefur verið í rúm 30 ár hreindýrabóndi á jörðinni Isortoq á Suður-Grænlandi þar sem Grænlandsjökull er í næsta nágrenni. Þetta hafa verið áskoranir í gegnum árin. Stefán togaði mann og vélsleða með tengivagni með handaflinu upp úr ísilögðu vatni sem skemmdi á honum bakið. Hann skaut björn og sér eftir því. Loftslagsbreytingar hafa haft áhrif á reksturinn. Lax-á byggði í samvinnu við Stefán glæsilegar veiðibúðir á landinu sem hann hefur til umráða en veiðimenn víða að úr heiminum dvelja þar við hreindýraveiði og silungsveiði“