Vigdís er í bóklega náminu í fjarnámi í Iðnskólanum í Reykjavík og tekur verklega hlutann á samningi hjá Prentmeti. Hún hóf störf hjá fyrirtækinu í mars 2003 og hefur unnið í frágangsdeildinni þangað til núna um áramótin. “Námið leggst vel í mig og það er gaman að vera komin á samning hjá Prentmeti. Það er mjög gott að vinna hjá fyrirtækinu, andinn er góður og starfið skemmtilegt. Ég held mig þó ennþá við að ætla að verða söngkona, er að læra söng hjá FÍH”, sagði Vigdís en hún hefur slegið í gegn sem söngkona hljómsveitarinnar INK, sem skipuð er starfsmönnum Prentmets. Á meðfylgjandi mynd má sjá hana með Ara Jónssyni, verkstjóra í smáprentinu en hann er eins og allir vita líka góður söngvari.