Þriðjudaginn 29. desember 2009 voru veitt verðlaun fyrir Gátusnilling ársins 2009.
Gáturnar voru á vef Prentmets og dagatölum fyrir árið 2009 og eru eftir Kristján Helga Benediktsson hagyrðing. Fyrstu verðlaun og viðurkenninguna sem Gátusnillingur ársins 2009 hlaut Guðbjörg Ingimundardóttir, önnur verðlaun hlaut Guðmundur Guðmarsson og þriðju verðlaun hlaut Ragnar Pálsson. Verðlaunahöfum voru veitt viðurkenningarskjöl og verðlaun fyrir árangurinn.

Myndatexti
Á myndinni má sjá gátusnillingana Guðbjörgu Ingimundardóttur og Guðmund Guðmarsson með verðlaunin. Ragnar Pálsson er búsettur á Akureyri og átti því ekki heimangengt.