Prentmet prentaði bókina Kvika eftir Hafstein Austmann. Bókin er stórglæsileg í alla staði í liggjandi broti í stærðinni 30,5 x 23,5 cm., 176 bls. + kápa.

„Hafsteinn hefur undanfarna áratugi unnið jöfnum höndum með vatnslitum, acryllitum og olíulitum. Hann hefur frá sínum fyrstu kynnum af afstraktlistinni haldið tryggð við hana, en hleypur ekki úr einum stíl í annan. Hann er átakamaður í list sinni og litameðferðin er hans sterka einkenni. Hann fer sér hægt og vinnur vel úr efniviðnum og ræður nú yfir meiri tækni en flestir okkar afstraktmálara. Hafsteinn er í stöðugri framþróun. Hann er trúr list sinni.“(Þorsteinn Jónsson)

Á tímabilinu 8. maí til 20. júní stendur yfir sýning á verkum Hafsteins í Gerðarsafni, Hamraborg 4 í Kópavogi.

Myndatexti: Guðmundur Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri ásamt Hafsteini Austmann