Prentmet prentaði glæsiverk fyrir jólin. Um er að ræða listaverkabók með myndum eftir Elías B. Halldórsson listmálara. Höfundar bókarinnar eru Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og bókmenntafræðingur, Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari, blaðamaður og bókmenntafræðingur, Gyrðir Elíasson rithöfundur, Sigurlaugur Elíasson myndlistarmaður og ljóðskáld og Nökkvi Elíasson ljósmyndari. Uppheimar gáfu bókina út. Bókin hefur fengið mikið lof fyrir glæsilega vinnu og er hún öllum sem komu að henni til mikils sóma.
Glæsiverk og vandað í alla staði.“
Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar
„Þetta er með fallegri málverkabókum sem ég hef séð á markaðnum“
Svanur Jóhannesson, bókbindari
„Þetta er mikil bók – með fallegri verkum sem maður hefur séð og handfjatlað – það verður miðað við hana framvegis í þessum bransa.“
Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur
„ . . . með því sem best gerist í útgáfu bóka af þessu tagi.“
Ísak Harðarson, rithöfundur
„Þessi bók er öllum til sóma, aðstandendum, málaranum góða, höfundum, forlaginu, prentsmiðjunni – og kaupendum. Einhver flottasta bók ársins.“
Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur
„Elíasarbók er stórglæsileg. Þessi útgáfa er þrekvirki.“
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, rithöfundur og útgefandi
„Mér líst stórvel á Elíasarbók.“
Hermann Stefánsson, rithöfundur
„Glæsileg og stórmerk bók.“
Magnús Sigurðsson, rithöfundur
„ Bókin er sannkallað fágæti. Það er uppörvandi að menn skuli enn ráðast í svo metnaðarfullar útgáfur.“
Sigurður Svavarsson, bókaútgefandi
,, Ég er eiginlega hættur að tala. Maður er alltaf einn að mála – málverkin eru mín orð. En ég get þó sagt það að mér finnst mynd því aðeins góð að hún lýsi sálarástandi þess sem málar hana, að maðurinn komi sjálfur fram í málverkinu.”
,, Eina viðmiðunin sem við höfum er náttúran sjálf og allt sem ég mála er háð upplifunum úr henni að meira eða minna leyti, meðvitað og ómeðvitað.”