Prentmet hefur prentað og fullunnið glæsilega listaverkabók með myndum eftir Tolla listmálara. Bókin heitir Landslag hugansog er hún 248 bls. í fjórlit og heillökkuð. Hún er í stærðinni 24×33 cm. og er prentuð á hágæða myndapappír, Magno Satin. Verkið er hið glæsilegasta í alla staði. Útgefandi bókarinnar er Reykjavík Art Gallerie. Um textagerð sáu Ari Trausti Guðmundsson og Aðalsteinn Ingólfsson. Birgir Ómarsson í Kaktus sá um umbrotsvinnu og ljósmyndun önnuðust Kristján Pétur Guðnason, Arnaldur Halldórsson, Lars Gundersen, Lepkowski Studio ofl. Prentumsjón var í höndum Marteins Þórs Viggóssonar. Bókina er hægt að nálgast í öllum verslunum Bónus og einnig hjá sjálfum höfundinum.

,,Ég er þakklátur fyrir það frábæra samstarf sem ég hef átt við Prentmet og gæðin í prentsmiðjunni eru í heimsklassa. Prentmet er með frábært fagfólk og vélakostur fyrirtækisins er einstakur.”
TOLLI

Prentmet er einnig þakklátt fyrir það frábæra samstarf sem það hefur átt í gengum tíðina við Tolla og er þetta þriðja bókin sem fyrirtækið vinnur fyrir hann.

LANDSLAG HUGANS

,,Náttúran er uppspretta svo margs í listum og hlutur hennar í íslenskri myndlist nær meira en öld aftur í tímann. Tolli hefur ofið nýja þræði í vef hennar, stundum með ferskum efnistökum og ólgandi krafti, stundum með ljóðrænni innlifun. Bókin sýnir breidd og dýpt í myndlist Tolla með fjölda vandaðra ljósmynda og textum Aðalsteins Ingólfssonar listræðings og Ara Trausta Guðmundssonar rithöfundar og jarðvísindamanns, á íslensku og ensku.“