Akranes heima við hafið

Glæsileg listaverkabók „Akranes heima við hafið“ eftir Baska – Bjarna Skúla Ketilsson er komin út.  Bókin er prentuð í Prentmeti en gefin út af honum sjálfum.  Baski er borinn og barnfæddur Akurnesingur.  Í þessari bók hefur Baski málað myndir sem hann lýsir sem hversdagsupplifun frá æskuárum sínum á Akranesi.   

 

Góð lýsing er á bókinni aftan á kápu:  „Í bókinni Akranes heima við hafið gefur að líta röð málverka sem myndlistarmaðurinn Baski – Bjarni Skúli Ketilsson – hefur málað og lýsir sjálfur sem „minningum á striga“.  Hverri mynd fylgir stutt saga, endurminning frá Akranesi, skráð samkvæmt frásögn Baska af hollenskum rithöfundi, Maria van Mierlo, sem heimsótti hann vikulega á vinnustofuna í hálft ár og fylgdist með verkunum verða til. Jafnt myndir sem sögur byggja á upplifun listamannsins, hann kallar fram í hugann liðna atburði, fólk og staði úr fortíðinni og tjáir áhrifin á sinn persónulega hátt.  Útkoman er þessi einstaka bók, unnin af gleði, hlýju og þakklæti til bæjarins þar sem listamaðurinn sleit barnaskónum – Akraness‘‘.

 

Hér má finna Facebook síðu Akranes heima við hafið