Út er komin glæsileg bók um líf og list myndlistarkonunnar Arngunnar Ýrar, en bókin er prentuð hér í Prentmeti. Höfundar hennar ásamt Arngunni Ýr eru John Zarobell, frá nútimalistasafni San Fransiskó, Stephan Jost, Maria Porges, Enrique Chagoya, Jón Proppé og Shauna Laurel Jones. Þýðandi er dr. Þuríður Rúrí Jónsdóttir, ljósmyndarar Bára Kristinsdóttir, Ívar Brynjólfsson og fleiri. Hönnuður bókarinnar er Brynja Baldursdóttur. Bókin er 264 bls. og er gefin út af Reykjavík Art Gallery.
Nú stendur yfir stór yfirlitssýning á verkum Arngunnar Ýrar í Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30 og stendur hún til 23. nóvember.