Prentmet Oddi fagnaði 30 ára afmæli með viðskptavinum og velunnurum 8. september í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Lynghálsi. Veislan var haldin á tveimur hæðum í húsinu og var boðið upp á léttar veitingar og lifandi tónlist. Þeir sem sáu um tónlist voru Ragnheiður Gröndal ásamt Guðmundi Péturssyni, Bjössi trúbador og Ari Jónsson söngvari og fyrrverandi prentari hjá Prentmeti Odda. Gestir fengu kvikmyndasýningu bæði á framleiðsluferli rafhlöðuöskju og Dagskránni fréttablaði Suðurlands og síðan var kvikmynd um Prentmet Odda–skólann ásamt fræðslu um sjálfbærni pappírs og prentiðnaðar. Myndasýning var á sögu fyrirtækisins sl. 30 ár. Mikil og góð stemmning var í veislunni.