Föstudaginn 2. mars bauð Prentmet Suðurlands helstu viðskiptavinum sínum og öðrum góðum aðilum í heimsókn í starfsstöð fyrirtækisins á Selfossi við Eyrarveg 25 á Selfossi. Starfsemi fyrirtækisins var kynnt og fengu gestir að skoða aðstöðu Prentmets Suðurlands, auk þess að þiggja veitingar. Meðfylgjandi mynd var tekin af eigendum Prentmets, þeim hjónum, Guðmundi Ragnari Guðmundssyni og Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttur, með bæjarstóra Hveragerðisbæjar, Aldísi Hafsteinsdóttur (t.v) og bæjarstjóranum í Árborg, Ragnheiði Hergeirsdóttur, sem mættu að sjálfsögðu á kynninguna.