Það var góð stemmning í hópnum, veðrið fallegt og aðstaðan á golfvellinum til fyrirmyndar, enda um að ræða einn glæsilegasta golfvöll landsins. Spilaðar voru 18 holur og höfðu byrjendur jafnt sem vanir golfarar gaman af. Að móti loknu voru allir keppendur leystir út með verðlaunum og gjöfum.

Prentmet ehf og SFP (Starfsmannafélag Prentmets) standa fyrir mjög virku félagslífi og mikil áhersla er lögð á að virkja starfsmenn í sameiginlegum áhugamálum utan vinnutíma til að auka starfsánægju og bæta samskipti innan fyrirtækisins.