Nýr hönnunarvefur Prentmets Odda er kominn í loftið. Á hönnunarvefnum getur þú sett upp þitt eigið prentverk eða stimpla og fengið það sent beint heim að dyrum eða sótt til okkar.

Smelltu hér til að fara inni á vefinn.

Sérstakt 20% opnunartilboð verður á öllum pöntunum í nóvember með kóðanum OPNUN20.

Til að byrja með verður hægt að setja upp og panta, myndabækur, kort, dagatöl, nafnspjöld, ljósmyndir og stimpla sem fer í prentun, en með tímanum munum við bæta við vöruúrvalið.

Hönnunarvefurinn er mjög einfaldur og þægilegur í notkun. Þú þarft ekki að hlaða neinu í tölvuna, eina sem þú þarft er vafrinn í tölvunni þinni eða snjalltækinu þínu. Inni á vefnum er mikið úrval af forhönnuðum prentverkum fyrir hvaða tilefni sem er. En einnig er hægt að sérsníða hlutina alveg eftir þínu höfði. Það er alltaf hægt að hafa samband við okkur ef þú lendir í vandræðum með hönnunar- eða pöntunarferlið.

Við vonum að viðskiptavinir okkar taki vel í þessa nýjung hjá okkur og eigi eftir að hafa gaman af því að skapa sín eigin prentverk!

Hlökkum til að sjá hvað þið töfrið fram á hönnunarvefnum okkar!

 

Beinar slóðir á hönnunarvefinn:

Myndabækur

Kort

Dagatöl

Nafnspjöld

Ljósmyndir

Stimplar

 

PrentmetOddi svansvottuð prentsmiðja