Jón Gnarr, leikari hélt nýlega fyrirlestur fyrir starfsmenn Prentmets um húmor. Hjá honum kom fram að lífið væri lítils virði ef við myndum ekki brosa og hlæja. Húmor væri merkilegt fyrirbæri því það að segja góðan brandara virðist vera nokkuð flókið félagslegt og sálfræðilegt fyrirbæri.

Fram kom hjá Jóni að húmor getur verið margskonar eins og kaldhæðni, meinfyndni og grófir ljósku-, homma-, Hafnarfjarðar og lögfræðingabrandarar. Starfsfólk Prentmets lét vel af fyrirlestrinum og skemmtu sér konunglega enda Jón Gnarr einn af fyndnustu mönnum lansdins.