Prentmet Oddi hefur gert samning við Wise um innleiðingu á NAV Microsoft Dynamics 365 Business Central sem er alhliða viðskipta- og bókhaldskerfi með kunnuglegu Office notendaviðmóti. Kerfið tengist öðrum kerfum á einfaldan og skilvirkan hátt og því hentar það Prentmet Odda vel þar sem það les gögn beint út úr Spretti, framleiðslukerfi Prentmet Odda, sem hefur verið nýtt til margra ára.

Markmið innleiðingarinnar er að skerpa á og auðvelda verkferla fyrirtækisins í sölu, framleiðslu og bókhaldi eftir sameiningu Prentmet og Odda og ná fram skilvirkara verkbókhaldi sem nýtir allt það besta frá báðum fyrirtækjum eftir áratuga langa reynslu þeirra í framleiðslu prentgripa.

Forsvarsmenn Prentmet Odda líta björtum augum á þessar breytingar og verður þetta skref í að byggja upp þróaðra framleiðslukerfi.