Undanfarin ár hafa Prentmet og Bláa Lónið átt einstaklega gott og náið samstarf um framleiðslu umbúða þar sem metnaður og fagmennska hafa verið höfð að leiðarljósi.

Eins og flestir vita þá hefur Bláa Lónið verið í fararbroddi íslenskra fyrirtækja þegar kemur að hönnun og framleiðslu snyrtivara enda eru vörurnar frá þeim vel þekktar um víða veröld. Við framleiðslu umbúða hefur Bláa Lónið látið einfaldleikann og stílhreint útlit einkenna þær og eru starfsmenn Prentmets stoltir yfir því að hafa verið valdir til að koma að þeirri framleiðslu.

Blue Lagoon húðvörurnar eru unnar úr virkum efnum Blue Lagoon-jarðsjávarins.Vörurnar komu fyrst á markað árið 1995 og í dag er fjölbreytt úrval húðvara fyrir andlit og líkama fáanlegt.

Nú eru jólaöskjurnar komnar úr prentun og eru þær einkenndar með rauðri og blárri jólakúlu og eins og alltaf ræður stílhreint handbragð þar ríkjum.