Jólaball Prentmets var haldið sunnudaginn 19. desember fyrir starfsmenn og fjölskyldur þeirra. Kaffi, kakó, piparkökur og súkkulaði var á boðstólum og að sjálfsögðu komu hressir og skemmtilegir jólasveinar í heimsókn. Þeir dönsuðu í kringum jólatréð með gestum og gáfu öllum góðgæti í poka. Sigurður Hlöðversson stjórnaði ballinu eins og honum er einum lagið. Mikil ánægja var með skemmtunina og er fólk strax farið að hlakka til ballsins 2011.