Sigurður Hlöðversson sá um tónlistina og hélt uppi fullkomnu fjöri meðal barna og fullorðinna. Í boði var gos, kakó, kaffi og piparkökur og súkkulaðistykki frá Nóa Síríus. Tveir stórskemmtilegir jólasveinar mættu á ballið, bræðurnir Hurðaskellir og Kertasníkir. Þeir voru mjög áhugasamir í því að kenna börnunum að reikna og telja með sama hætti og þeir lærðu hjá Grýlu og Leppalúða.
Það var fjölmennt á ballinu og mikið sungið og dansað. Öll börnin fengu síðan vænan nammipoka frá þeim bræðrum. Þetta var í annað sinn sem jólaball er haldið í Prentmeti og var það afskaplega vel lukkað í alla staði.