Sunnudaginn 10. desember var Prentmet með jólaball fyrir börn starfsmanna.  Sigurður Hlöðversson sá um tónlistina og hélt uppi fullkomnu fjöri meðal barna og fullorðinna. Í boði var gos, kakó, kaffi og piparkökur og súkkulaðistykki frá Nóa Síríus. Tveir stórskemmtilegir jólasveinar mættu á ballið, bræðurnir Hurðaskellir og Kertasníkir. Þeir gerðu á ballinu raunveruleikasögu um Sigurð Hlöðversson um  hvernig hann varð til.   Ekki er sagan komin á prent og næst því ekki fyrir þessi jól.  Það var fjölmennt á ballinu sungið og dansað, rokkað og rólað. Börnin fengu síðan vænan nammipoka frá þeim bræðrum.  Þetta var í þriðja sinn sem jólaball er haldið í Prentmeti og var það afskaplega vel lukkað í alla staði.  Allt ballið var tekið upp af Tryggva Rúnarssyni starfsmanni í Prentmet og býðst starfsfólki diskur til sölu hjá honum.

20061213 jolaball02