Prentmet bauð uppá aðstöðu og veitingar. Fjölmenni var á ballinu og mikið dansað og sungið. Jólasveinarnir Kertasníkir og Hurðaskellir mættu og skemmtu börnunum og náðu upp sannkölluðum jólaanda og þá sérstaklega þegar allir sungu saman „Heims um ból“ með Kertasníki. Börnin fengu söngbók frá Prentmeti og nammipoka frá jólasveininum. Jólaballið var góð og skemmtileg samverustund og það er augljóst að börn starfsmannanna eru vel upp alin og kunna að skemmta sér á jólaballi og þurfa því ekki að óttast Grýlu eða jólaköttinn þessi jólin.