1. janúar keypti Prentmet rekstur og 340 fm húsnæði Fjölritunarstofu Daníels Halldórssonar sem er í Skeifunni 6 á sömu hæð og Prentmet. Fjölritunarstofa Daníels var stofnuð árið 1927 af Daníel Halldórssyni og er elsta fjölritunarþjónusta á landinu. Kristinn Valdimarsson framkvæmdastjóri mun láta af störfum. Starfsmenn munu þá vera alls 7. Framkvæmdastjóri verður Guðmundur Ragnar Guðmundsson.

Fjölritunarstofan verður í góðri samvinnu við Prentmet og hafa bæði fyrirtækin undanfarin ár átt gagnkvæm viðskipti. Markmið stjórnenda er að efla reksturinn og auka þjónustuna enn frekar. Sömu markmið verða höfð að leiðarljósi og hjá Prentmet þ.e. að bjóða upp á hraða, gæði og persónulega þjónustu. Fjöritunarstofnan mun þó verða áfram rekin undir nafninu Fjölritunarstofa Daníels Halldórssonar.